-1.6 C
Selfoss

Magnús Þór nýr umhverfis- og garðyrkjustjóri Rangárþings eystra

Vinsælast

Rangárþing eystra hefur ráðið Magnús Þór Einarsson í stöðu umhverfis- og garðyrkjustjóra sveitarfélagsins. Magnús Þór er fæddur og uppalinn á Hvolsvelli og kemur með sér ríka reynslu.

Magnús Þór hefur meistaragráðu í landgræðslufræðum frá Landbúnaðarháskóla Íslands og hefur hann á undanförnum árum unnið að fjölbreyttum verkefnum tengdum endurheimt lands og gróðurs. Hann hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Landi og skógi sem verkefnastjóri endurheimtarverkefna.

„Við erum mjög ánægð með að fá Magnús Þór til liðs við okkur,“ segir Þóra Björg Ragnarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi. „Hann kemur með sér mikla þekkingu og reynslu sem mun nýtast okkur vel í að viðhalda og þróa fallegt og lifandi umhverfi í Rangárþingi eystra.“

Í fréttatilkynningu segir Magnús Þór að hann hlakki til að taka að sér þetta krefjandi og skapandi starf. „Rangárþing eystra er einstakt sveitarfélag með mikla náttúrufegurð. Ég hlakka til að vinna með samfélaginu að því að tryggja að þessi fegurð varðveitist.“

Magnús Þór er giftur Björk, sem starfar sem verkefnastjóri hjá Fræðsluneti Suðurlands. Þau eiga tvö börn.

Nýjar fréttir