5 C
Selfoss

Þrír Íslandsmeistaratitlar á Selfoss

Vinsælast

Meistaramót Íslands í fjölþrautum fór fram í Reykjavík helgina 11. og 12. janúar sl. Fjórir frjálsíþróttamenn frá Frjálsíþróttadeild Selfoss tóku þátt og stóðu sig mjög vel.

Fjóla Signý Hannesdóttir reimaði á sig keppnisskóna eftir langa fjarveru. Hún gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í fimmtarþraut kvenna með 2740 stig. Frammistaða hennar er Íslandsmet í flokki 35–39 ára kvenna og tími hennar í 60m grindahlaupi er einnig Íslandsmet í hennar aldursflokki. Árangur hennar varð eftirfarandi: 60m grind 9,93 sek – hástökk 1,48m – langstökk 4,62m – kúluvarp 9,18m – 800m hlaup 2:48,30 mín

Hjálmar Vilhelm Rúnarsson keppti í sjöþraut í flokki 16 –17 ára og varð Íslandsmeistari með miklum yfirburðum. Árangur hans í þrautinni varð eftirfarandi:

60m hlaup 7,58 sek – 1000m hlaup 3:03,21 mín – 60m grind 8,96 sek – hástökk 188m – langstökk 6,12m – stangarstökk 2,800m – kúluvarp 14,38m.

Hjálmar Vilhelm varð Íslandsmeistari í sjöþraut 16-17 ára pilta. Helgi Reynisson æfingafélagi Hjálmars varð í öðru sæti en hann keppir fyrir Þjótanda.
Ljósmynd: Selfoss.net.

Anna Metta Óskarsdóttir varð Íslandsmeistari í fimmtarþraut 15 ára með 3041 stig. Árangur hennar var eftirtalinn:
– 60m grind 9,53 sek – hástökk 1,54m – langstökk 5,18m – kúluvarp 8,67m – 800m hlaup 2:44,60 mín.

Anna Metta (hægra megin á myndinni) varð Íslandsmeistari í fimmtarþraut 15 ára stúlkna. Helga Fjóla Erlendsdóttir (vinstra megin) Garpi sem er æfingafélagi Önnu Mettu varð Íslandsmeistari í fimmtarþraut í flokki 16-17 ára stúlkna.
Ljósmynd: Selfoss.net.

Nýjar fréttir