5 C
Selfoss

Nemendur ML fagna nýju ári

Vinsælast

Sælir Sunnlendingar, og gleðilegt árið!

Með nýju ári fylgir ný skólaönn hjá nemendunum við Menntaskólann að Laugarvatni. Eftir langt og notalegt jólafrí hefur skólinn hafist á ný, mörgum til mikils léttis. Nemendur mættu á heimavistir aftur seinnipart dags þann 5. janúar og komu sér fyrir og hófu endurfund með skólafélögum. Hefðbundinn skóladagur hófst svo daginn eftir. Nemendur eru fljótir að finna sér eitthvað til skemmtunar og í síðustu viku var haldin hæfileikakeppni ML-inga, Diddinn svokallaður, þar sem nemendur fengu að sýna einstaka hæfileika sína. Þarna mátti sjá harmónikkuleik, yoga-kennslu, trompetleik og svo voru margir sem nýttu sér einfaldlega sönghæfileika sína. Þetta var svo sannarlega góð leið til að hefja nýtt skólaár. Þessi önn leggst heldur betur vel í nemendur og megi vorið koma senn með hækkandi sól.

Ljósmynd: Aðsend.

Sæbjörg Erla Gunnarsdóttir,

ritnefndarformaður Stjórn Mímis.

Nýjar fréttir