5 C
Selfoss

Blóðugur viðburður á Bókasafni Árborgar

Vinsælast

Bókasafn Árborgar á Selfossi í samstarfi við Hið íslenska glæpafélag verður með blóðugan viðburð fimmtudaginn 16. janúar kl. 19:30. Glæpasagnahátíð verður á safninu.

Á gestalista eru m.a. höfundar tilnefndir til Blóðdropans, íslensku glæpasagnaverðlaunanna og Mafía Selfoss. Foringi hins íslenska glæpafélags, Ævar Örn Jósepsson, segir frá félaginu og starfi þess. Aðrir staðfestir gestir eru Eva Björg Ægisdóttir, Óskar Guðmundsson, Ragnheiður Gestsdóttir og Steindór Ívarsson.

Svívirðilegar veigar í boði og grimmúðleg stemning.

Viðburðurinn er partur af Janoir sem er haldinn hátíðlegur í janúar á bókasafni Árborgar. Janoir er helgaður glæpasögum. Sú hugmynd að kalla janúarmánuð þessu nafni kviknaði hjá blóðþyrstum bókaverði safnsins í janúar 2024 og eftir frjósama og fjörlega hugmyndavinnu starfsmanna var tekin ákvörðun að janúar 2025 yrði Janoir.

Nýjar fréttir