Leikfélag Rangæinga hefur ákveðið að setja upp verkið Klerkar í klípu eftir Philip King. Leikstjóri verður Gunnsteinn Sigurðsson og er þetta annað leikverkið sem hann setur upp hjá félaginu. Fyrirhugað er að frumsýna um miðjan mars og hefst undirbúningur verksins 13. janúar í Námsverinu á Hellu klukkan 20. Öll eru velkomin að vera með því að baki hverju leikverki þurfa margar hendur að koma við sögu.
Leikritið Klerkar í klípu fjallar um Penelópu, prestfrú og fyrrum leikkonu, sem bregður sér af bæ með fyrrum leikfélaga sínum, sem dulbýr sig sem prestur til að þekkjast ekki. Þegar þau koma heim til hennar á ný er frændi hennar þar staddur og heldur að vinurinn sé presturinn, eiginmaður frúarinnar. Þegar sá kemur líka heim upphefst mikið fars og skánar ekki þegar þýskur stríðsfangi birtist, einnig í prestgerfi.