Bræðurnir Styrmir Jarl Rafnsson og Hlynur Snær Jóhannesson opnuðu í dag nýja hringrásarverslun í Hrísmýri 5 á Selfossi. Hún ber nafnið Venus og þar gefst fólki tækifæri til þess að gefa fötunum sínum nýtt líf. Verslunin er í formi básaleigu og getur hver sem er pantað bás. Áhersla er lögð á fatnað fyrir 14 ára og eldri ásamt skóm og fylgihlutum.