-11 C
Selfoss

Þórir þjálfari ársins 2024

Vinsælast

Selfyssingurinn Þórir Her­geirs­son var kjör­inn þjálfari ársins 2024 á 69. hófi Sam­taka íþróttaf­rétta­manna og Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Íslands sem haldið er í Hörpu 4. janúar sl. Hann var einnig kjör­inn árin 2021 og 2022. Hann hef­ur fjór­um sinn­um verið í öðru sæti í kjör­inu.

Þórir gerði kvennalið Nor­egs í hand­bolta að Ólymp­íu­meist­ur­um í ág­úst og Evr­ópu­meist­urum í des­em­ber. Hann lét af störfum eftir EM eftir rúm 15 sigursæl ár með liðinu.

Þórir skil­ur við norska liðið sem sig­ur­sæl­asti landsliðsþjálf­ari heims. Á 20 stór­mót­um vann liðið til 17 verðlauna und­ir hans stjórn, þar af 11 gull­verðlauna, þrennra silf­ur­verðlauna og þrennra bronsverðlauna. Hann var líka valinn þjálfari ársins í Noregi 2024.

Nýjar fréttir