Hákon Þór Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands var valinn skotíþróttamaður ársins 2024 hjá Skotíþróttasambandi Íslands. Verðlaunin voru afhent í hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í Hörpu í gærkvöldi.
Hákon keppti á Ólympíuleikunum í París og varð þar í 23.sæti í haglabyssugreininni skeet sem er besti árangur Íslendings í greininni. Hann varð einnig Íslandsmeistari í lok ágúst og jafnaði þar sitt eigið Íslandsmet í greininni, 122 stig af 125 mögulegum.