-10.7 C
Selfoss

Björgvin Karl fer í atvinnumannadeild í CrossFit

Vinsælast

Björgvin Karl Guðmundsson hefur skrifað undir atvinnumannadeildarsamning í CrossFit. Deildin kallast World Fitness Project og er bestu CrossFit-iðkendum í heimi gefið tækifæri á að vera á samningi hjá þeim. Samningurinn tryggir íþróttafólki fastar tekjur í stað þess að þurfa aðeins að reiða sig á verðlaunafé og auglýsingasamninga.

Björgvin Karl er einn af þeim fyrstu sem skrifuðu undir samning. Gerðir verða 20 samningar við karla og 20 við konur. Þau sem fengu boð um samningsgerð hafa verið í hópi bestu Crossfit-iðkenda á síðustu árum. Björgvin er einn af þeim, en hann hefur farið samfleytt ellefu sinnum á heimsleikana í CrossFit. Hann er sá fyrsti í heiminum sem náði því afreki.

Iðkendur sem fá samning geta fengið allt að 100 þúsund Bandaríkjadali eða um 14 milljónir íslenskra króna. Í staðinn verða þeir að keppa í þremur WFP-keppnum á árinu.

Nýjar fréttir