Harður árekstur varð við Fagurhólsmýri í Öræfum rétt fyrir klukkan 13. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Suðurlandi.
Tveir bílar rákust saman og voru alls sex manns um borð, allt erlendir ferðamenn.
Tveir einstaklingar voru fluttir með þyrlunni á Landspítalann en hinir fjórir voru með minniháttar meiðsli. Bílarnir tveir urðu fyrir miklu tjóni og eru óökufærir.