3.9 C
Selfoss

Ómar Ingi og Snæfríður Sól tilnefnd sem Íþróttamaður ársins

Vinsælast

Búið er að opinbera hvaða tíu einstaklingar voru besta íþróttafólk ársins á Íslandi á árinu 2024 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í 69. sinn sem samtökin kjósa Íþróttamann ársins.

Að venju er það opinberað rétt fyrir jól hvaða tíu fengu flest atkvæði en eins eru þrír tilnefndir sem þjálfari ársins og þrjú lið tilnefnd sem lið ársins.

Nokkrir Sunnlendingar fengu tilnefningu að þessu sinni.

Handboltamaðurinn Ómar Ingi Magnússon og sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir fengu tilnefningu sem Íþróttamaður ársins. Ómar er markahæsti leikmaður Þýskalandsmeistara Magdeburgar og þriðji markahæstur í Bundesligunni á síðustu leiktíð. Snæfríður komst í úrslit í 200 metra skriðsundi á Evrópumótinu í 50 metra laug í sumar. Þar endaði hún óvænt í fjórða sæti og var því aðeins einu sæti frá verðlaunum. Á Ólympíuleikunum í París komst Snæfríður í undanúrslit í 200 metra skriðsundi ásamt því að margbæta Íslandsmet sín á árinu.

Þórir Hergeirsson er einn af þeim sem eru tilnefndir sem þjálfari ársins. Hann hefur gert frábæra hluti með norska kvennalandsliðinu í handbolta og vann nýverið sinn sjötta Evrópumeistaratitil með þeim.

Þórir Hergeirsson.

Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum sem varð Evrópumeistari í haust er tilnefnt sem lið ársins. Þar eiga Selfyssingar einn iðkanda, hana Karólínu Helgu Jóhannsdóttur.

Karolína Helga Jóhannsdóttir.

Nýjar fréttir