-3.1 C
Selfoss

Sigurður og Perla valin íþróttafólk Umf. Selfoss

Vinsælast

Val á íþróttamanneskjum Umf. Selfoss fyrir árið 2024 fór fram í Tíbrá í gærkvöld. Sex karlar og sex konur voru tilnefnd af deildum félagsins og tóku þau við viðurkenningum á verðlaunahátíðinni.

Sigurður Fannar Hjaltason, júdómaður, og Perla Rut Albertsdóttir, handknattleikskona, hlutu titlana íþróttakarl og íþróttakona Umf. Selfoss árið 2024.

Perla Ruth var mikilvægur leikmaður í Selfossliðinu sem bar sigur úr býtum í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili og tryggði sér sæti í Olísdeildinni. Hún hefur einnig verið fastamaður í íslenska landsliðinu á árinu og lék með því á Evrópumótinu í nóvember og desember.

Sigurður Fannar hampaði Íslandsmeistaratitli í +100 kg flokki á árinu auk þess sem hann tók gull á Haustmóti JSÍ og silfur á Vormóti JSÍ. Hann hefur lagt mikið á sig og er góð hvatning fyrir aðra innan deildarinnar.

Einnig var Gunnar B. Guðmundsson sæmdur gullmerki Umf. Selfoss en hann vann lengi óeigingjarnt starf fyrir félagið, m.a. sem formaður knattspyrnuráðs félagsins og sem formaður handknattleiksdeildar.

Nýjar fréttir