-3.1 C
Selfoss

Friðný bætti Íslandsmet á jólamóti LSÍ

Vinsælast

Friðný Fjóla Jónsdóttir átti stórkostlegan árangur á jólamóti LSÍ 15. desember sl. Hún keppti létt í +87kg flokki kvenna (88.20kg) og stórbætti sinn besta árangur, 8kg í snörun, 12kg í jafnhendingu og 19kg í samanlögðum árangri. Hún lyfti 100kg í snörun og 122kg í jafnhendingu og bætti Íslandsmet Erlu Ágústdóttur í jafnhendingu um 3kg en Erla hafði lyft 119kg fyrr sama dag á Heimsmeistaramóti IWF.

Með þessum árangri hlaut Friðný Elite Pin norðurlandasambandsins, en lyfta þarf yfir 218kg samanlagt í 87+ kvennaflokki til að hljóta hann. Friðný er 10. Íslendingurinn til að njóta þess heiðurs.

Anna Guðrún Halldórsdóttir úr Hamri stóð sig líka vel og setti fjölmörg mastersmet í mörgum aldursflokkum M35-M55 þegar hún snaraði 56kg og jafnhenti 77kg í flokku +87kg.

Ljósmynd: Jón Karl Jónsson.

Nýjar fréttir