Fræðslu- og frístundanefnd stendur fyrir kjöri á íþróttamanneskjum Árborgar ár hvert. Í ár eru 11 konur og 13 karlar tilnefnd til að hljóta titilinn.
Síðustu ár hefur verið stuðst við netkosningu sem reynst hefur vel. Þannig gefst öllum áhugasömum tækifæri til að taka þátt og hafa áhrif á hver eru valin íþróttamanneskjur Árborgar 2024.
Netkosningin er opin út föstudaginn 20. desember og munu úrslit hennar gilda 20% á móti atkvæðum valnefndarinnar þannig að sú íþróttamanneskja sem endar með flest atkvæði í hverjum flokki fær 18 stig, næst flest atkvæði gefa 15 stig, þriðja sætið gefur 12 stig, fjórða sætið gefur 9 stig og fimmta sæti 6 stig.
Eftirtaldir hafa hlotið tilnefningu í kjöri á íþróttamanneskjum Árborgar 2024
Íþróttakona Árborgar 2024:
Ásta Petrea Hannesdóttir – Motorcross
Bergrós Björnsdóttir – Lyftingar
Bryndís Embla Einarsdóttir – Frjálsar
Brynja Líf Jónsdóttir – Knattspyrna
Dagný María Pétursdóttir – Taekwondo
Elsa Karen Sigmundsdóttir – Fimleikar
Heiðrún Anna Hlynsdóttir – Golf
María Sigurjónsdóttir – Lyftingar, golf og frjálsar
Perla Ruth Albertsdóttir – Handknattleikur
Sigríður Svanhvít Magnúsdóttir – Körfuknattleikur
Védís Huld Sigurðardóttir – Hestaíþróttir
Íþróttakarl Árborgar 2024:
Alexander Adam Kuc – Motorcross
Aron Emil Gunnarsson – Golf
Björn Jóel Björgvinsson – Taekwondo
Dagur Jósefsson – Knattspyrna
Hannes Höskuldsson – Handknattleikur
Hákon Þór Svavarsson – Skotíþróttir
Hjálmar Vilhelm Rúnarsson – Frjálsar
Ingvar Jóhannesson – Akstursíþróttir
Sigurður Fannar Hjaltason – Júdó
Sigurður Óli Guðjónsson – Knattspyrna
Sigurjón Ægir Ólafsson – Lyftingar og frjálsar
Sigursteinn Sumarliðason – Hestaíþróttir
Tristan Máni Morthens – Körfuknattleikur