-1.7 C
Selfoss

Þórir Hergeirsson Evrópumeistari í sjötta sinn

Vinsælast

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson tryggði sér í gærkvöld Evrópumeistaratitilinn í handknattleik kvenna með norska landsliðinu. Liðið keppti til úrslita á móti Dönum og vann örugglega 31:23. Keppnin fór fram í Vín í Austurríki.

Þórir kveður með sín­um sjötta Evr­ópu­meist­ara­titli við stjórn­völ­inn hjá Nor­egi, en hann læt­ur nú af störf­um eft­ir 15 ára starf.

Dan­ir byrjuðu leik­inn af krafti og komust nokkr­um sinn­um tveim­ur mörk­um yfir. Eft­ir að Dan­mörk komst í 3:5 tókst Nor­egi hins veg­ar að jafna met­in í 5:5.

Í kjöl­farið var allt í járn­um þar sem liðin skipt­ust á að ná eins marks for­ystu. Fór það svo að Nor­eg­ur leiddi með einu marki, 13:12, að lokn­um fyrri hálfleik.

Norska liðið byrjaði síðari hálfleik­inn af krafti og skoraði fyrstu þrjú mörk hans og náði þannig fjög­urra marka for­ystu, 16:12.

Nor­eg­ur skellti í lás í vörn­inni í síðari hálfleik og hélt sínu striki í sókn­inni. Danska liðið réð ekki við það norska og niðurstaðan því ör­ugg­ur átta marka sig­ur.

Nýjar fréttir