-4.5 C
Selfoss

INDIA kórónueyrnaband

Vinsælast

Þegar jólin nálgast fer fólk að huga að jólagjöfum. Þá er oft sniðugt að gefa eitthvað heimagert. INDIA kórónueyrnabandið er tilvalin jólagjöf fyrir börn á öllum aldri og ætti hver sem er að geta prjónað það.

Tækniupplýsingar:

Þegar aukið er út þarf að taka bandið á milli lykkja og auka út til vinstri.

Þegar lykkjum er fækkað þarf að taka tvær lykkjur yfir á hægri prjón, eina í einu, setja þær aftur yfir á vinstri prjón og prjóna þær saman aftan í (slip slip knit).

Stærðir:​

Aldur

1-3 ára

4-8 ára

9-12 ára

Ummál

ca. 40 cm

Ca. 47 cm

Ca. 54 cm

Athugið að börn eru misjafnlega höfuðstór og því er góð regla að taka mál af ummáli höfuðs. Stærðir hér að ofan eru aðeins til viðmiðunar.

Garn:

Trend Merino Viking garn. 50 gr. = 125 m

Garnið fæst hjá Bobbý Hveragerði og bobby.is

Magn: 50 gr í allar stærðir

Prjónafesta 20/10 á prjóna nr. 4

INDA kórónueyrnaband – uppskrift:

Útaukningar til vinstri

Lyftið upp þverbandinu með vinstri prjón framan á og prjónið slétt aftan í bandið.

Prjónið ALDREI fyrstu lykkjuna á prjóninum, heldur takið lykkjuna yfir á hægri prjón og hafið bandið fyrir framan, þegar þetta er gert fæst fallegur kantur báðum megin

Fitjið upp 17 – 18 – 18 lykkjur á prjóna nr 4, prjónið 1 garð s.s. prjónar fram og til baka.

• Í þriðju umferð er byrjað að auk út, prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, þá er aukið út til vinstri með því að lyfta upp bandinu á milli lykkja með vinstri prjón og prjónað slétt aftan í bandið, prjónið síðustu 2 lykkjur sem eftir eru á prjóninum. Snúið við og takið fyrstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, með bandið fyrir framan, prjónið út umferð.

Næstu umferðir eru eins prjónaðar, þar til að komnar eru 22 – 25 -25 lykkjur á prjóninum.

Prjónið 4 prjóna án þess að auka út.

• Nú þarf að fækka lykkjum og það er gert svona:

Úrtaka

Takið tvær lykkjur yfir á hægri prjóna, eina í einu. Setjið þær aftur yfir á vinstri prjón og prjónið þær saman með því að fara aftan í lykkjurnar (slipp, slipp, knit).

Snúið við og takið 1. lykkju yfir á hægri prjón með bandið fyrir framan takið næstu tvær lykkjur eins og eigi að prjóna þær slétt, eina í einu, og færið þær yfir á vinstri prjón, prjónið

þær saman með því að fara aftan í þær (slip slip knit) prjónið út umferðina. Snúið við og 1.lykkjan tekin óprjónuð með bandið fyrir framan, prjónið út umferðina.

Þessar umferðir eru endurteknar þar til að lykkjufjöldinn er aftur orðinn 17 – 18 – 18 lykkjur.

Prjónið 4 prjóna án þess að lykkjum sé fækkað.

Þetta er svo endurtekið þar til að bandið hefur náð þeirri lengd sem óskað er eftir.

Enda alltaf á einum garði þegar lengd er náð.

Fellið af og saumið saman stykkið eða lykkjið saman.

Gangið frá endum.

Garn: Trend Merino prjónastærð 4.

Þvottur: Ef þið treystið þvottavélinni ykkar má setja flíkina á ullarvöggu, við mælum með að vinda ekki nema í ca 1 – 2 mín mest 400 – 800 snúninga eða bara þvo í höndum.

Ef garnið er 100% merino ull getur það þæfst ef ekki er passað upp á vinduna.

Þegar prjónlesið er mælt, er gott að slétta aðeins á stykkinu þar sem garðaprjón kiprast aðeins saman… alls ekki teygja samt of mikið.

1 garður í garðaprjóni eru tvær umferðir (fram og til baka).

Uppskrift: Bobbýjardætur hjá Bobby.is

Breiðumörk 13

810 Hveragerði

Email: info@bobby.is

Sími: 774-2324

Nýjar fréttir