7.3 C
Selfoss

Fullt hús á jólatónleikum SLYSH

Vinsælast

Hljómsveitin SLYSH hélt sína fyrstu jólatónleika í gærkvöld í leikhúsinu í Hveragerði. Troðfullt hús var af gestum. Allur ágóði tónleikanna rennur til Sjóðsins góða.

Hljómsveitin tók klassísk jólalög sem flestir þekkja auk þess að taka eigin lög. Þeir fengu með sér góða gesti ásamt því að nokkrir hljóðfæraleikarar hljómsveitarinnar tóku í míkrafóninn. Jónas Sigurðsson tók með þeim lagið Hafið er svart. Stefán Gunngeir, trommuleikari hljómsveitarinnar, söng lagið Jólin eru okkar ásamt systur sinni, Signýju Ólöfu og gítarleikararnir Björgvin Svan og Eyvindur Sveinn tóku saman lagið Fyrirgefðu að ég rotaði þig um jólin. Ekki var eingöngu boðið upp á söngatriði því Hallgrímur Daðason steig á stokk með uppistand sem féll vel í kramið hjá gestum. Gísli Freyr, aðalsöngvari hljómsveitarinnar, sá svo um rest og hélt uppi stemningunni með flottri sviðsframkomu, söng og skemmtilegum innslögum.

Tónleikarnir voru mjög vel heppnaðir og stefnir hljómsveitin á að halda þá aftur að ári.

Ljósmynd: dfs.is/EHJ.
Ljósmynd: dfs.is/EHJ.
Jónas Sigurðsson tók eitt lag.
Ljósmynd: dfs.is/EHJ.
Ljósmynd: dfs.is/EHJ.
Hallgrímur Daðason var með uppistand sem sló í gegn.
Ljósmynd: dfs.is/EHJ.
Systkinin Signý Ólöf og Stefán Gunngeir tóku saman eitt lag.
Ljósmynd: dfs.is/EHJ.

Nýjar fréttir