7.8 C
Selfoss

Snæfríður Sól bætti eigið Íslandsmet á HM í sundi

Vinsælast

Hvergerðingurinn Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti sig  inn í undanúrslit á nýju Íslandsmeti í 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Búdapest í morgun.

Snæfríður synti á 52,77 sekúndum. Hún sló sitt eigið met en áður var það 53,11 sekúndur, sett í Otopeni í Rúmeníu fyrir ári síðan.

Fyrir keppni í dag átti Snæfríður 18. besta tímann af keppendum í 100 metra skriðsundi en hún náði 11. besta tímanum í undanrásunum í morgun.

Snæfríður var 26/100 úr sekúndu á eftir keppendunum sem náðu 7. og 8. besta tímanum í morgun. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig henni mun ganga í undanúrslitunum klukkan 16:53 á RÚV í dag.

Hún stendur enn betur að vígi í 200 metra skriðsundi, seinni grein sinni á mótinu, en þar er hún skráð með áttunda besta tímann af keppendum í þeirri grein.

Nýjar fréttir