5.6 C
Selfoss

Perluðu 480 armbönd til styrktar Krafts

Vinsælast

Hvolsskóli hélt jafnréttisviku hátíðlega þann 18.-22. nóvember sl. Skólinn var skreyttur í öllum regnbogans litum af nemendafélaginu og var fjölbreytileikinn í heiðri hafður og ýmsar umræður í þeim anda inni í bekkjum.

Bókasafnið bauð upp á mannréttindafræðslu frá Amnesty fyrir 4., 7. og 10. bekk. Samtökin 78 komu með fræðslu inn í 3., 6. og 9. bekk og einnig fékk starfsfólk skólans fyrirlestur frá þeim.

Nemendur og starfsfólk skólans tóku svo þátt í góðgerðarverkefni og perluðu armbönd til stuðnings Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur. Perlað var í tvo klukkutíma og var afraksturinn 480 armbönd. Til aðstoðar voru konur úr Ladies Circle 18 og starfsfólk PwC á Hvolsvelli.

Ljósmynd: hvolsskoli.is.
Ljósmynd: hvolsskoli.is.

Nýjar fréttir