6.7 C
Selfoss

Síðasti upplestur Bókabæjanna austanfjalls á Brimrót

Vinsælast

Nú er árlega íslenska jólabókaflóðið í hæstu hæðum og fjórði og seinasti upplestur Bókabæjanna austanfjalls verður haldin á Brimrót 14. desember. kl. 14. Undanfarnar vikur hafa verið reglulegir upplestrar á Brimrót, fyrst með tveim upplestrum um íslenska sögu og svo tveir upplestrar þar sem Bókabæirnir bjóða skáldsagnahöfundum að lesa upp á Brimrót á efri hæðinni í gamla félagsheimilinu Gimli á Stokkseyri.
Seinustu helgi leit fríður hópur höfunda í heimsókn við góðar undirtektir. Þetta voru þau Guðmundur Andri Thorsson, Sunna Dís Másdóttir, Sigrún Erla Hákonardóttir og Emil B. Karlsson.
Næsti upplestur er svo sem sagt þann 14. desember. Þá koma þau Þórdís Þúfa Björnsdóttir, Hallgrímur Helgason, Auður Styrkárdóttir og Gróa Finnsdóttir og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Auður er að skrifa um eina þekktustu persónuna í sögu Stokkseyrar, hana Þuríði formann á meðan Hallgrímur er að ljúka þríleik sínum um Gest og Segulfjörð. Þórdís skrifar ögrandi og einlæga skáldsævisögu sem heitir Þín eru sárin og sögusvið bókar Gróu er stórbrotin náttúra Breiðarfjarðar í bókinni Eyjar.

Auður Styrkársdóttir.
Hallgrímur Helgason.
Þórdís Þúfa.

Upplestrarnir eru hluti af nú hefðbundinni jólabókadagskrá Bókabæjanna austanfjalls á Brimrót. Það er okkur ánægja að geta boðið uppá lítið sýnishorn af því allsnægtarborði sem íslenska jólabókaflóðið er.

Fjöldi bóka er líka til sölu á bókamarkaði og léttar veitingar verði í boði hússins.

Bókabæirnir austanfjalls

Nýjar fréttir