6.7 C
Selfoss

Jólatónleikar í Eyvindartungu

Vinsælast

Söngkonurnar Kristjana Stefánsdóttir og Rebekka Blöndal halda jólatónleika í Eyvindartungu á Laugarvatni sunnudaginn 15. desember. Með þeim leika tveir meistarar sveiflunnar, þeir Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari og Þorgrímur Jónsson kontrabassaleikari.

Sérstakur gestur tónleikanna verður leikaraneminn Óskar Snorri Óskarsson frá Hruna í Hrunamannahreppi.

Flutt verða þekkt jólalög sem allir þekkja í hressum útsetningum.

Miðasala fer fram á Tix.is og við hurð. Frítt er fyrir 12 ára og yngri og afsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja.

Nýjar fréttir