Síðasta upplestrarkvöld þessarar aðventu verður í Bókakaffinu fimmtudagskvöldið 12. des. Meðal bóka sem þá verða kynntar er metsölubókin Besti vinur aðal eftir Björn Þorláksson en annars er listinn svohljóðandi:
Guðrún Jónína Magnúsdóttir, Rokið í stofunni sem fjallar um upptökuheimili ástandsstúlkna, Guðjón Baldursson, sakamálasagan Hefndir. Sigmundur Ernir Rúnarsson, ljóðabókin Á meðan við deyjum ekki, Valur Gunnarsson, Berlínarbjarmar, Sigurlín Sveinbjarnardóttir, sögulega skáldsagan Guðrún og fyrrnefnd spillingarsaga Björns Þorlákssonar, Besti vinur aðal.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Jólakakó, smákökur og sannkölluð jólastemning.