6.7 C
Selfoss

SLYSH heldur sína fyrstu jólatónleika

Vinsælast

Hljómsveitin SLYSH sem hefur verið að gera garðinn frægan undanfarið ætlar að halda jólatónleika fimmtudaginn 12. desember. Tónleikarnir fara fram í leikhúsinu í Hveragerði og er því takmarkað magn af miðum í boði.

Hljómsveitin var stofnuð af ungum Hvergerðingum í hljómsveitavali í Grunnskólanum í Hveragerði árið 2022. Í kjölfarið tóku þeir þátt í Söngkeppni Samfés og lentu þar í 3. sæti. Síðan þá hafa þeir komið víða fram og meðal annars tekið þátt í Músíktilraunum þar sem söngvari hljómsveitarinnar, Gísli Freyr, var valinn besti söngvari keppninnar. Strákarnir stunda nú allir nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands, nema trommarinn Stefán Gunngeir, sem er í Menntaskólanum að Laugarvatni.

Hljómsveitina skipa Björgvin Svan Mánason- gítar/bakrödd, Gísli Freyr Sigurðsson – söngur, Eyvindur Sveinn Lárusson – rafmagnsgítar, Hrafnkell Örn Blöndal Barkarsson – hljómborð, Stefán Gunngeir Stefánsson – trommur og Úlfur Þórhallsson – bassi.

Strákarnir ætlar að bjóða upp á alvöru jólastemningu og munu spila fjöldann allan af jólalögum. Jónas Sigurðsson tónlistarmaður verður sérstakur gestur á tónleikunum.

Miðasala jólatónleikanna fer fram í Shellskálanum í Hveragerði og mun allur ágóði af sölunni renna til Sjóðsins góða.

Nýjar fréttir