6.7 C
Selfoss

Frjálsíþróttaráð HSK verðlaunað á Uppskeruhátíð FRÍ annað árið í röð

Vinsælast

Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands fór fram í Laugardalshöllinni 5. desember síðastliðinn og var mikil gleði og stemming meðal þess frjálsíþróttafólks sem mætti. Veittur var fjöldi viðurkenninga til besta og efnilegasta frjálsíþróttafólks landsins, innan vallar sem utan og farið var yfir frjálsíþróttaárið 2024 í máli og myndum.

Tvenn verðlaun fóru á sambandssvæði HSK í gær.

Viðburður ársins

Frjálsíþróttaráð hlaut verðlaun fyrir viðburð ársins sem var MÍ 15-22 ára utanhúss á Selfossi. Í umsögn FRÍ sagði „Virkilega fagleg framkvæmd innan vallar við mótið sjálft, en enn frekar fyrir mikilvæga skemmtun og samveru fyrir utan mót, sem er öðrum til fyrirmyndar.”

Þetta er annað árið í röð sem Frjálsíþróttaráð hlýtur þessi verðlaun, í fyrra var ráðið verðlaunað fyrir framkvæmd MÍ 11-14 ára utanhúss, en það mót var einnig haldið á Selfossi.

Hvatningarverðlaun unglingaþjálfara

Rúnar Hjálmarsson, Umf. Selfoss, hlaut hvatningarverðlaun unglingaþjálfara.

Í umsögn FRÍ sagði „Rúnar er yfirþjálfari frjálsíþrótta hjá Umf. Selfossi og þjálfar þar einnig meistaraflokk. Rúnar hefur náð virkilega góðum árangri með sínu íþróttafólki og varð HSK/Selfoss Íslandsmeistari í flokki 15-22 ára innan- og utanhúss í ár með talsverðum yfirburðum, þriðja árið í röð.”

HSK óskar ráðinu og Rúnari til hamingju með verðskuldaðar viðurkenningar.

Nýjar fréttir