1.7 C
Selfoss

Fuglaflensa í alifuglabúi í Ölfusi

Vinsælast

Í gær, 3. desember, kom upp grunur um fuglainflúensu í kalkúnum á búinu Auðsholti í Ölfusi. Eigendur brugðust hratt við og sendu fugla til rannsóknar á Tilraunastöð HÍ að Keldum og niðurstöður rannsóknanna lágu fyrir um miðjan dag. Í ljós kom að um skæða fuglainflúensu var að ræða af gerðinni H5N5. Matvælaráðherra hefur fyrirskipað niðurskurð og sóttvarnaráðstafanir í samræmi við tillögur yfirdýralæknis og á grundvelli dýravelferðar og sóttvarna. Undirbúningur fyrir aflífun fuglanna er hafinn og fyrirmæli hafa verið gefin til að koma í veg fyrir útbreiðslu sýkingarinnar.

Í viðkomandi húsi eru um 1.300 fuglar. Tíu km takmörkunarsvæði hefur verið skilgreint umhverfis búið. Á því svæði hafa verið gefin fyrirmæli um bann við flutningi fugla og annars sem borið getur smit út af fuglabúum. Jafnframt hefur starfsfólki búa á því svæði verið gefin fyrirmæli um að vera vakandi fyrir sjúkdómseinkennum í fuglum á búunum og tilkynna til Matvælastofnunar ef það hefur minnsta grun um sýkingu. Aðrir fuglaeigendur eru einnig beðnir um að vera vel á verði og hafa samband við Matvælastofnun í síma 8617419 án tafar verði þeir varir við einkenni sem geta bent til fuglainflúensu.

Óljóst er um uppruna smitsins en um er að ræða sömu gerð veirunnar og hefur greinst í villtum fuglum í haust og er því líklegt að smitið hafi borist frá þeim.

Minnt er á fuglainflúensa getur mögulega smitað fólk sem er í náinni snertingu við veika fugla. Það skal þó tekið fram að ekki er vitað um smit í fólki með þessari tegund veirunnar. Engin hætta stafar af neyslu afurða og því ekki þörf á innköllun á kalkúnakjöti sem er á markaði.

Nýjar fréttir