Menningarnefnd í samstarfi við sópransöngkonuna Berglindi Björk Guðnadóttur bjóða gesti velkomna á aðventuhátíð Flóahrepps í Þingborg 5. desember 2024. Stútfull dagskrá verður með frábæru listafólki á öllum aldri.
Húsið opnar kl. 18:00 og hefst dagskrá kl. 18:30. Kakóbar, kruðerí og frábær skemmtun verður fyrir alla fjölskylduna.
Miðasala er hafin á floahreppur.is
Miðar í forsölu kosta 2500 krónur en 3500 ef keypt er við inngang.
Verð í forsölu fyrir ungmenni 13 – 17 ára er 1000 krónur en 1500 við inngang. Frítt er fyrir 12 ára og yngri.
Nánari dagskrá og upplýsingar má finna á floahreppur.is, menningifloa á Instagram og á Facebook síðu Flóahrepps.
Nefndin hlakkar til að taka á móti gestum og eiga hátíðlega kvöldstund saman.