-5 C
Selfoss

Kennaraverkfalli frestað

Vinsælast

Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt á samningafundi í dag.

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir að ekki sé búið að skrifa undir samninga eða semja þá. Þess í stað sé búið að ramma inn hvernig vinna á að samningum næstu tvo mánuði. Á meðan ríkir svokölluð friðarskylda. Í kjölfar þeirrar vinnu verði samningurinn kynntur efnislega. Ef ekki verður búið að semja á næstu tveimur mánuðum munu verkföll hefjast aftur 1. febrúar.

Kennsla mun hefjast að nýju á mánudag. Verkfall kennara í Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur staðið síðan 29. október og voru leikskólakennarar á Óskalandi í Hveragerði búnir að samþykkja verkfall frá 10. desember.

Í kjölfar verkfallsins var ákveðið að fresta brautskráningu Fjölbrautaskólans á Suðurlandi fram yfir áramót. Í samtali við Soffíu Sveinsdóttur skólameistara skólans verður ekki breyting þar á þar sem tíminn er of skammur.

Nýjar fréttir