3.9 C
Selfoss

Fjölmenni á góðgerðardegi Grunnskólans í Hveragerði

Vinsælast

Góðgerðardagur Grunnskólans í Hveragerði fór fram í morgun. Mikill fjöldi fólks mætti á markaðstorg til þess að kaupa vörur sem nemendur höfðu búið til í góðgerðarviku. Vörurnar voru mjög fjölbreyttar og úrvalið gott. Má þar nefna brjóstsykur, lampa, skurðbretti, armbönd, kerti og fleira. Markaðstorgið fór fram í íþróttahúsinu í Hveragerði en í grunnskólanum var kaffihús fyrir gesti og var mikill metnaður lagður í það.

Allur ágóði af sölunni fer í góðgerðarmál. Eftir mjög afgerandi kosningu meðal nemenda var ákveðið að Grunnskólinn í Hveragerði myndi þetta árið styrkja minningarsjóð Bryndísar Klöru. Markmið sjóðsins er að styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni.

Áhersla sjóðsins verður á fræðslu, rannsóknir og vitundarvakningu til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig.

Margir nemendur og starfsfólk mættu í bleiku til minningar um Bryndísi Klöru, en bleikur var uppáhaldsliturinn hennar.

Styrkurinn verður afhentur þann 18. desember næstkomandi við skemmtilega athöfn í grunnskólanum. Sunginn verður gangasöngur þar sem allir nemendur og starfsfólk skólans koma saman og syngja jólalög og í kjölfarið af honum verður styrkurinn veittur.

Kennarar og nemendur hjálpuðust að við gerð og sölu varanna.
Ljósmynd: dfs.is/EHJ.
Kertaafgangar voru notaðir til þess að búa til ný kerti.
Ljósmynd: dfs.is/EHJ.
Ljósmynd: dfs.is/EHJ.
Nemendur skiptust á að standa vaktina.
Ljósmynd: dfs.is/EHJ.
Nemendur gerðu skurðbretti með andlitsmyndum af Pétri G. Markan bæjarstjóra Hveragerðisbæjar og Sævari Þór Helgasyni skólastjóra.
Ljósmynd: dfs.is/EHJ.
Íþróttahúsið var fullt af gestum.
Ljósmynd: dfs.is/EHJ.
Ljósmynd: dfs.is/EHJ.
Ljósmynd: dfs.is/EHJ.
Ljósmynd: dfs.is/EHJ.
Ljósmynd: dfs.is/EHJ.

Nýjar fréttir