Að undanförnu hef ég átt þess kost að hitta margt fólk í kjördæminu. Þrátt fyrir ólíkar áherslur, þá eru þrjú mál sem flestir nefna þegar spurt er um helsta áhyggjuefnið, það eru hælisleitendamálin, kjör margra eldri borgara og ástand vegakerfisins.
Stöðvum stjórnleysið á landamærunum
Alger viðhorfsbreyting hefur orðið víða í Evrópu og þess sér einnig merki hér á landi í þá átt að landamæri skulu vera örugg og við ráðum því hverjir koma hingað til lands. Fyrir þessu hefur Miðflokkurinn lengi talað fyrir daufum eyrum. Öðrum flokkum er ekki treystandi í málefnum öryggis og landamæra, það hafa þeir sýnt á undanförnum árum. Ráðaleysið hefur kostað skattgreiðendur yfir 25 milljarða á ári í bein útgjöld og er þá ótalinn óbeinn kostnaður og tilheyrandi álag á skóla, heilbrigðisstofnanir og aðra innviði.
Margir á stjórnmálavettvangi reyna að komast hjá umræðu um málið og setja alla útlendingaundir sama hatt. Staðreyndin er sú að yfir 400 milljónir manna hafa frjálsa för hingað til landsinnan EES svæðisins og koma margir hingað til starfa á grundvelli EES samningsins.Vandamálin hafa minnst með það fólk að gera, þó að mikið sé óunnið í því að hjálpa því fólki aðaðlagast íslenskri menningu og samfélagi, m.a. með íslenskukennslu.
Vandamálin eru tengd tilhæfulausum umsóknum um hæli hérlendis, með tilheyrandi fjáraustri úr ríkissjóði. Í tíð síðustu ríkisstjórnar stóðu landamæri landsins galopin og hingað streymdi fólk sem hafði komið inn á Schengen-svæðið suður í Evrópu. Okkur ber engin skylda til að taka við fólki sem eiga umsókn í öðru landi innan svæðisins. Innri landamærin hafa staðið galopin og því vill Miðflokkurinn breyta.
Við þurfum að læra af öðrum þjóðum í málefnum útlendinga. Margir forystumenn í stjórnmálum á Norðurlöndunum viðurkenna nú að stefna þjóða þeirra hafi verið mistök til áratuga. Stefna danskra stjórnvalda er að taka ekki við einum hælisleitanda sem sækir um á danskri grundu. Gerum ekki sömu mistökin og gerð voru í Skandinavíu. Það er ófært að hér geti starfað 15 glæpaklíkur óáreittar árum saman án aðgerða af hálfu stjórnvalda. Þessa hópa þarf að greina og leysa upp, afturkalla dvalarleyfi ef um erlenda aðila er að ræða og brottvísa af landinu.
Stefna Miðflokksins er að enginn eigi að koma til Íslands í leit að hæli. Efla þarf löggæslu álandamærum og flýta fyrir brottvísun þeirra sem fyrir liggur að hér fá ekki hæli. Við eigum aðbjóða fólki í neyð til landsins og hjálpa því að aðlagast íslenskri menningu og samfélagi. Þaðfólk eigum við að velja gaumgæfulega í samvinnu við alþjóðastofnanir. Við eigum líka að hjálpa fólki í neyð nær þeirra heimaslóðum. Þar nýtist hver króna a.m.k. tífalt betur en hér á landi. Þannig hjálpum við fleirum.
Bætum kjör eldri borgara
Miðflokkurinn ætlar að auðvelda eldri borgurum, sem vilja og geta, að vera áfram virkir ávinnumarkaði. Við ætlum að hækka frítekjumark atvinnutekna í 600 þúsund á mánuði. Þá ætlum við að hækka frítekjumark greiðslna úr lífeyrissjóði í 150 þúsund. Miðflokkurinn ætlar að leggja sérstaka áherslu á að bæta hag þess hóps sem er með lægri samanlagðar tekjur frá TR og úr lífeyrissjóði en samsvarar lægstu launum.
Vegakerfi 21. aldar
Vegakerfið er lykilinnviður sem hefur bein áhrif á lífsgæði og öryggi Íslendinga.Framkvæmdaleysi stjórnvalda í þessum málaflokki á undanförnum árum er ekki einungis fallið til að skerða ferðaþægindi og auka kostnað, heldur einnig draga úr öryggi. Ef svo heldur fram sem horfir gæti vegakerfið verið komið að hruni innan fárra ára. Við þurfum að hætta þessum bútasaumi í vegamálum, sýndarskóflustungum og fara að taka ákvarðanir svo unnt sé að uppfæra vegakerfið til 21. aldarinnar.
Kosningarnar í lok þessa mánaðar munu ekki einungis skera úr um hverjir sitja á Alþingi næstu fjögur ár eða hvaða flokkar munu stækka eða minnka. Í kosningunum mun verða dregin lína í sandinn í mörgum skilningi, hvort takist að ná tökum á ríkisfjármálunum án skattahækkana, hvort vegakerfið haldi áfram að vera á viðvörunarstigi og hvort takist að ná forræði yfir og verja landamæri landsins.
Karl Gauti Hjaltason,
lögreglustjóri og oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi.