-2.6 C
Selfoss

Ókeypis grafíksmiðja í Listasafni Árnesinga

Vinsælast

Ókeypis grafíksmiðja verður í Listasafni Árnesinga 1. desember frá 14:00 – 16:00.

Spennandi grafíksmiðja í Listasafni Árnesinga þar sem notast verður við gelliplate-einþrykk aðferðina og tímarit til þess að flytja ljósmyndir yfir á gelið til að þrykkja svo á pappír. Aðferðin er einföld og skemmtileg og engin reynsla er nauðsynleg. Þátttakendur læra grunnatriðin í gelliplate-þrykki og fá að gera alls konar tilraunir með miðilinn.

Þrír nemendur á listnámsbraut í FSU leiða smiðjuna en þær hafa mikla reynslu í þessari aðferð.

Þær eru einnig hluti af ungmennaráði Listasafns Árnesinga þar sem þær ásamt fleira ungu fólki eru að þróa hugmyndir í samstarfi við safnið til að ná til fleiri ólíkra hópa í samfélaginu.

Smiðjan er fyrir alla aldurshópa (yngri börn í fylgd með fullorðnum).

Skráning er nauðsynleg á fraedsla@listasafnarnesinga.is

Nýjar fréttir