-11.1 C
Selfoss

Nóg um að vera í Skálholti um jólin

Vinsælast

Tökum vel á móti aðventunni með því að taka þátt í helgihaldi í Skálholtsprestakalli. Sunnudaginn 1. des er verður hátíðarmessa kl 11.00 í Skálholtsdómkirkju. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir þjónar fyrir altari og Jón Bjarnason þjónar fyrir altari.

Um kvöldið kl. 19.00 verður aðventukvöld í Eyvindartungu sem er í Miðdalssókn þar sem verður boðið upp á reglulega notalega stund.  Barnakór undir stjórn Jóns Bjarnasonar syngur, Jói trompet leikur og kór Miðdalskirkju treður upp. Ræðumaður er Bjarni Dan. Lauflétt aðventukaffi á eftir.

Ljósmynd: Aðsend.

Sunnudagur 8. desember

Kl. 11 Skálholtsdómkirkja – messa og helgileikur. Árlegur helgileikur Skálholtskirkju með þátttöku leik- og grunnskólabarna, sem fyrir löngu er orðinn ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Nýir og eldri jólasálmar fluttir á leikrænan hátt. Kristín Þórunn, Bergþóra og Jón þjóna. Smákökur og kakó í safnaðarheimilinu á eftir.

Ljósmynd: Aðsend.
Ljósmynd: Aðsend.

Kl. 14 Haukadalskirkja – aðventumessa. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir þjónar og prédikar, Jón Bjarnason leikur á orgel og leiðir safnaðarsöng. Eftir messu er móttaka á Hótel Geysi, þar sem Einar Gíslason formaður sóknarnefndar býður til safnaðarfundar undir kaffinu. Öll eru innilega velkomin.

11. desember

Hátíðlegir jólatónleikar í Skálholtsdómkirkju kl. 20:00

Jólatónleikar í Skálholtsdómkirkju þar sem fjórir kórar úr uppsveitum Árnessýslu sameina krafta sína.

Fjórir kórar úr uppsveitum Árnessýslu sameina krafta sína með stórtónleikum í aðdraganda jóla í Skálholtskirkju miðvikudagskvöldið 11. desember kl. 20.00

Kirkjukór Hrepphóla- og Hrunasókna, Kirkjukór Stóra-Núps og Ólafsvallasókna, Vörðukórinn og Skálholtskórinn flytja saman og í sitt hvoru lagi fjölda eldri og yngri söngperla sem tengjast aðventu og jólum.

Stjórnendur kóranna eru Jón Bjarnason, Eyrún Jónasardóttir og Þorbjörg Jóhannsdóttir.

Kórarnir njóta liðsinnis þeirra Jóhanns I. Stefánssonar og Matthíasar Birgis Nardeau sem spila á trompet og óbó.

Ljósmynd: Aðsend.

Miðaverð kr. 3.900. Ókeypis fyrir 12 ára og yngri. Miðasala á Tix.is.

Öll innkoma tónleikanna rennur til kaupa á nýjum flygli í Skálholtskirkju.

Nýjar fréttir