-10.3 C
Selfoss

Leiðtogakappræður á Sviðinu í kvöld

Vinsælast

Alþingiskosningar fara fram næstkomandi laugardag. Sumir eiga erfitt með að ákveða hvað eigi að kjósa. Leiðtogar flokkanna í Suðurkjördæmi munu mætast í kappræðum á Sviðinu í miðbæ Selfoss í kvöld kl. 20:00.

Kappræðurnar fara fram undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar, stjórnanda Spursmála á mbl.is, en Sviðið heldur viðburðinn.

Með því að mæta á leiðtogakappræðurnar geta þau sem ekki eru ákveðin ef til vill myndað sér skoðun á því hvað eigi að kjósa. Búist er við líflegum umræðum í kvöld.

Húsið opnar kl. 19:00 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Sem fyrr segir hefjast kappræðurnar kl. 20:00.

Nýjar fréttir