-12.1 C
Selfoss

Jólabasar á Eyrarbakka

Vinsælast

Hinn árlegi jólabasar Kvenfélagsins á Eyrarbakka er ein af föstum hefðum til margra ára og á sinn fasta sess í hefðum margra. Undirbúningur hjá basarnefndinni er búinn að vera síðan í september og er búin að vera skemmtileg samvera að vinna saman að góðum verkefnum sem munu koma sér vel fyrir góð málefni fyrir íbúa okkar.

Til sölu er ýmis varningur sem kvenfélagskonur hafa unnið að. Ýmsar hannyrðir, jólavörur, áprentaðar sérvettur, sultur, brauð, bakkelsi, spil, söngbók og steyptar vörur. Einnig verður flóamarkaður með ýmsum varningi. Enn fremur styður samfélagið vel við okkar störf með því að leggja okkur lið sem ber að þakka.

Kaffi-, gos- og vöfflusala verður til staðar og vonast Kvenfélagið til að sjá sem flesta og eiga notalega stund saman á Stað á Eyrarbakka sunnudaginn 1. desember, fyrsta sunnudag í aðventu.

Basarinn hefst kl. 14:00. Einnig verðum við með sölubás á jólamarkaði við Húsið 8. desember frá kl. 13-17. Eins og endranær rennur ágóði til líknar- og góðgerðarmála. Allir hjartanlega velkomnir.

F.h. basarnefndar,

Á.S

Nýjar fréttir