-1.1 C
Selfoss

Vallaskóli sigurvegarar Skjálftans 2024

Vinsælast

Skjálftinn, hæfileikakeppni sunnlenskra ungmenna fór fram í fjórða sinn laugardaginn 23. nóvember í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn. Sex skólar tóku þátt að þessu sinni. Keppendur voru frá Grunnskólanum í Hveragerði, Grunnskólanum í Vestmannaeyjum, Grunnskólanum í Þorlákshöfn, Reykholtsskóla, Sunnulækjarskóla og Vallaskóla.

Keppendur stigu á svið og fluttu sköpunarverk sín og stemningin var engu lík. Atriðin voru mjög mismunandi en áttu það sameiginlegt að vera túlkun á málefnum sem áberandi geta verið í umræðunni í samfélaginu, svo sem heimilisofbeldi, brotin sjálfsmynd, hópþrýstingur eða annað sem vert er að vekja athygli á.

Aron Can mætti á svæðið og flutti Skjálftalagið Flýg upp og ætlaði þakið að rifna af húsinu. Það var í höndum nemenda að kjósa um hvaða listamaður kæmi fram og völdu flestir Aron Can. 

Þegar að verðlaunaathöfn var komið, var ljóst að Vallaskóli hafi borið sigur úr býtum. Atriðið þeirra hét Skref inn í myrkrið.

Annað sætið hlaut Reykholtsskóli fyrir verkið Góða nótt.

Í þriðja sæti var Sunnulækjarskóli með verkið Aðskilnaður.

Kvöldið gekk mjög vel og lögðu allir þátttakendur hug og hjarta í undirbúning og var afraksturinn stórglæsilegur.

Nýjar fréttir