-3.9 C
Selfoss

Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn?

Vegna þess að Sósíalistaflokkurinn er með mannúðlegustu stefnuna í húsnæðismálum, sem felst meðal annars í því að öruggt og viðráðandi húsnæði á að vera ein af grunnstoðum velferðarkerfisins og sá markaður á ekki að vera leiksvæði fjársterkra braskara sem hugsa um lítið annað en eigin hag. Það eiga ekki að vera forréttindi að búa við öruggt húsnæði, það eru og eiga að vera sjálfsögð mannréttindi, óháð búsetu og/eða samfélagsþrepum.

Í stefnu flokksins í mannréttindamálum segir meðal annars að ekki skuli mismuna fólki eftir uppruna, efnahag og/eða líkamlegu atgervi og að allir séu jafnir í alþjóðlegu samhengi. Þetta þýðir meðal annars að okkur hreinlega ber að taka á móti því fólki sem hingað til lands leitar eftir alþjóðlegri vernd og veita því réttláta og mannúðlega málsmeðferð án mismununar.

Stefna flokksins í heilbrigðismálum er í stuttu máli sú að heilbrigðisþjónustan eigi að vera gjaldfrjáls, frá vöggu til grafar og öllum til gagns, ekki bara sumum.

Umhverfisstefna flokksins segir að við eigum að láta náttúruna njóta vafans og að þessi sjónarmið séu ráðandi, í stað þess að fjárhagslegur eigingróði stórfyrirtækja og einstaklinga sé í forgangi. Einnig að lýsa skuli yfir neyðarástandi í loftlagsmálum og að íslensk stjórnvöld bregðist við þeirri vá hratt og örugglega og í samstarfi við aðrar þjóðir.

Stefna Sósíalistaflokksins í skattamálum er á þá leið að nýta eigi skattakerfið sem jöfnunartæki, sem í stuttu máli felst í því að nálgast það fjármagn sem þarf í þá vasa sem geta greitt meira til samfélagslegrar uppbyggingar. Það þarf bara að þora að gera það og einnig þarf að stórefla opinbert eftirlit með skattaundanskotum.

Setjum því X við J og skilum rauðu, þann 30.11.24!

Ólafur H. Ólafsson,

7. sæti Sósíalista í Suðurkjördæmi.

Nýjar fréttir

Lyftistöng fyrir samfélagið

Ljósadagurinn á Laugarvatni

Kona, vertu ekki fyrir!