3.4 C
Selfoss

Sýning á olíumálverkum á bókasafninu í Hveragerði

Vinsælast

Jakob Árnason er um þessar mundir að sýna olíumálverk á bókasafninu í Hveragerði. Verkin eru öll unnin á síðustu tveimur árum .

Um er að ræða landslagsmálverk, uppstillingar og abstrakt verk.

Jakob er að mestu sjálfmenntaður í málaralistinni, sem hann hefur stundað í 15 ár en síðustu fimm árin hefur hann sótt námskeið hjá Myndlistarskóla Kópavogs. Jakob er félagi í Myndlistarfélagi Árnesinga og myndlistarfélaginu Litka. Hann hefur tekið þátt í fjórum samsýningum en þetta er hans fjórða einkasýning.

Sýningin er opin á opnunartíma bókasafnsins og stendur út desembermánuð 2024.

Nýjar fréttir