3.4 C
Selfoss

Aðventusamkomur 1. desember í Árnesi og Hrunakirkju

Vinsælast

Sunnudaginn 1. desember nk. verður aðventuhátíð í Árnesi kl. 15.  Nemendur úr Þjórsárskóla sýna helgileik, fermingarbörn lesa og kirkjukórinn syngur undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur.  Ræðumaður verður Hermann Örn Kristjánsson skólastjóri Sunnulækjarskóla.

Um kvöldið þann 1. desember kl. 20 verður síðan aðventukvöld í Hrunakirkju þar sem fermingarbörn lesa, kirkjukórinn syngur undir stjórn Eyrúnar Jónasdóttur og Halldóra Hjörleifsdóttir flytur jólasögu.

Ræðumaður verður sr. Bolli Pétur Bollason, prestur í Ástjarnarprestakalli í Hafnarfirði.

Bolli Pétur Bollason.

Nýjar fréttir