-4.4 C
Selfoss

Gunnar Borgþórsson nýr þjálfari meistaraflokks kvenna Selfoss

Vinsælast

Gunnar Borgþórsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari meistaraflokks kvenna Selfoss í knattspyrnu. Honum til aðstoðar verða þeir Jóhann Bjarnason og Trausti Rafn Björnsson.

Þessa menn þarf vart að kynna fyrir Selfyssingum en þeir eru allir reynsluboltar í faginu og hafa þjálfað hina ýmsu flokka og lið hjá knattspyrnudeild Selfoss. Gunnar hefur áður þjálfað bæði meistaraflokk kvenna og karla Selfoss en síðustu ár hefur hann verið yfirþjálfari knattspyrnudeildar Selfoss. Hann mun áfram starfa sem slíkur samhliða nýja starfinu.

Jóhann Bjarnason hefur undanfarin ár náð eftirtektarverðum árangri með 2. flokk kvenna og Trausti hefur einnig gert góða hluti sem þjálfari í yngri flokkum. Þeir munu báðir halda áfram að sinna þeim störfum.

Nýjar fréttir