Skjálftinn, hæfileikakeppni sunnlenskra ungmenna fer fram laugardaginn 23. nóvember í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn. Skjálftinn er byggður á Skrekk sem hefur verið haldinn fyrir ungmenni í grunnskólum Reykjavíkurborgar í yfir 30 ár og er nú haldinn í fjórða sinn. Sem fyrr þá verður íþróttahúsinu breytt í glæsilegt menningarhús þar sem atriði þeirra skóla sem taka þátt í ár munu njóta sín við fyrsta flokks aðstæður. Skjálftinn er haldinn með myndarlegum stuðningi frá Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga.