0 C
Selfoss

Vel heppnaðir pólskir menningardagar í Listasafni Árnesinga

Vinsælast

Helgina 9.-10. nóvember var boðið upp á pólska menningardaga þar sem pólsk/ íslenskir listamenn og hönnuðir kynntu verk sín og vörur. Nokkur hundruð manns komu til að kynna sér einstakt handverk og menningu Póllands. Pólski sendiherrann Maciej Duszynski hélt stutta ræðu og Pétur G. Markan bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, Bragi Bjarnason bæjarstjóri Árborgar og Kristín Scheving safnstjóri LÁ og síðast en ekki síst Martyna Hopsa sem er starfsmaður safnsins og var einnig verkefnastjóri verkefnisins, héldu einnig stuttar ræður.

Ljósmynd: Aðsend.
Ljósmynd: Aðsend.

Uppbyggingarsjóður Suðurlands styrkti viðburðinn.

Jacek Karwan og Anna Maria Tabaczynska fluttu tónlistaratriði, Maó Alheimsdóttir las úr nýrri bók sinni og Agnieszka Waszczeniuk sýndi teiknimyndir sínar sem og hélt hún einnig klippimyndasmiðju.

Ljósmynd: Aðsend.
Ljósmynd: Aðsend.

Viðburðurinn verður haldinn aftur að ári.

Nýjar fréttir