-7.8 C
Selfoss

Sigga á Grund gerð að heiðurslistamanni

Vinsælast

Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, eða Sigga á Grund eins og hún er alltaf kölluð, hefur bæst á lista heiðurslistamanna samkvæmt breytingartillögu meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.

Sigga er landsþekkt fyrir handverkin sín. Hún sker mikið út í tré, en hún hefur meðal annars skorið út allar gangtegundir íslenska hestsins. Hún sinnir einnig öðrum handverkum af miklum metnaði. Hún var gerð að fyrsta heiðursborgara Flóahrepps í 80 ára afmælishófi hennar í Vatnsholti í Flóa í maí síðastliðinn.

Nýjar fréttir