-0.4 C
Selfoss

Sýningin Summa & Sundrung tilnefnd í Tékklandi

Vinsælast

Sýningin Summa & Sundrung sem Listasafn Árnesinga stóð að og framleiddi í samstarfi við House of Arts í Brno hefur hlotið tilnefningu frá tékkneska menningarmálaráðuneytinu sem besta alþjóðlega sýningin á síðasta ári. Sýningin var sett upp í Listasafni Árnesinga í september 2022 þar sem bandaríski listamaðurinn Gary Hill kom á staðinn og setti upp ný verk sem voru heimsfrumsýnd á safninu. Einnig frumsýndi íslenska listakonan Steina (Vasulka) nýtt verk og einnig voru sýnd verk eftir eiginmann hennar Woody Vasulka sem féll frá árið 2019, meðal annars verk sem höfðu aldrei verið sýnd í Evrópu fyrr. Nú um mundir er einkasýning með Steinu í MIT List safninu í Bandaríkjunum og verður sýnt verk eftir hana í Tate Modern á næstunni. Gary Hill sýnir verk sín alþjóðlega á hverju ári. Gefin var út katalóga sem er uppseld en er endurprentun í gangi og verður hægt að nálgast eintak í safninu á komandi ári. Hér er hægt að nálgast rafræna sýningarskrá: https://listasafnarnesinga.is/hveragerdi/syningar/summa-sundrung/

Sýningarstjórar sýningarinnar voru: Kristín Scheving (Safnstjóri Listasafns Árnesinga), Halldór Björn Runólfsson og Jennifer Helia DeFelice.

Safnið þakkar stuðningsaðilum fyrir styrki t.d. Safnaráði, Uppbyggingarsjóði Suðurlands, Thoma Foundation og BERG Contemporary.

Nýjar fréttir