10 C
Selfoss

Nemendur úr GÍH verðlaunaðir fyrir enskar smásögur

Vinsælast

Þátttaka í ensku smásagnakeppninni er fyrir löngu orðinn fastur liður í skólastarfi GÍH. Þetta er landskeppni sem haldin er í tilefni af evrópska tungumáladeginum þann 26. september og allir grunnskólar á Íslandi mega taka þátt í. Nemendur í 5. – 10. bekk í GÍH taka þátt á hverju ári og verða smásögurnar að vera skrifaðar á ensku og tengjast ákveðnu þema sem að þessu sinni var orðið FAKE.

13. nóvember var upplýst hvaða smásögur voru valdar á sýningu sem hefst á bæjarbókasafninu í Sunnumörk í desember og hvaða smásögur þóttu skara fram úr í hverjum flokki fyrir sig.
Sigmar Karlsson deildarstjóri elsta stigs og Kolbrún Vilhjálmsdóttir deildarstjóri miðstigs stýrðu athöfninni og afhentu vinningshöfunum glæsileg bókaverðlaun og viðurkenningarskjal fyrir sínar smásögur. Þær smásögur sendir skólinn svo í landskeppnina.

Í flokknum 5. bekkur og yngri fengu eftirtaldir nemendur bækur úr bókaflokknum „Diary of a Wimpy Kid”:
The Fake Dog Magdalena Sigurjónsdóttir 5. AÞJ
The Fake Life– Matthildur Sara Ágústsdóttir 5. AÞJ
Alien in a human’s worldEmilía Guðbjörg Hofland Tryggvadóttir 5. AJK

Í flokknum 6. – 7. bekkur fengu eftirtaldir nemendur bækur eftir rithöfundinn David Walliams:
The Stolen Sweets– Baltasar Björn Sindrason 6. LH
Mizuki CatSnædís Freyja Stefánsdóttir 7. ILH
Brave– Heiðdís Lilja Sindradóttir 6. GH

Í flokknum 8. – 10. bekkur fengu eftirtaldir nemendur bækur úr bókaflokknum „Harry Potter“:
Allan– Bryndís Klara Árnadóttir 10. MÍ
Fake– Reality Júlía Dís Sigurðardóttir 10. MÍ
FakeRealities Hera Fönn Lárusdóttir 8. ERP

Kolbrún Vilhjálmsdóttir, Heiðdís Lilja, Baltasar Björn, Snædís Freyja, Genimar Lopez og Ólafur Jósefsson.
Ljósmynd: Aðsend.
5. bekkur ásamt kennurum.
Ljósmynd: Aðsend.

Nýjar fréttir