10 C
Selfoss

Einfalt túnfiskpasta

Vinsælast

Heiðar Helguson er matgæðingur vikunnar.

Ég vil þakka Bjarma fyrir að skora á mig sem matgæðing vikunnar. Ég tel mig vera sæmilega sleipan í eldhúsinu. Ég hef mikinn áhuga á að elda og borða mat og því ætla ég að koma með eina lauflétta og auðvelda pastauppskrift sem er ekkert mál að útbúa. Hún er með innihaldi sem margir halda að ætti ekki við en ég skora á fólk að prófa.

Túnfiskpasta

Einn pakki pasta að eigin vali

Einn laukur 2-3 hvítlauksrif

Basil (má alveg sleppa)

Teskeið kanill

2 dósir af pastasósu að eigin vali

2 dósir túnfiskur í vatni

Salt og pipar

Sítróna

Parmesan

Aðferð

Steikið laukinn og hvítlauk og stráið kanil yfir. Steikist þangað til laukur er orðinn linur (5 míneða svo). Setjið tómatsósuna, túnfisk og salt og pipar út í og látið malla í 15-20 mín. Á meðan sósan er að malla þá sjóðið þið pastað eftir leiðbeiningum. Þegar pastað er tilbúið þá blandast allt saman og smá sítrónusafi kreistur yfir. Stráið parmesan yfir eftir þörfum. Það má alveg sleppa sítrónunni og parmesan ef fólk er ekki hrifið af því.

Ég skora á Inga Rafn Ingibergsson. Hann segist vera frábær í eldhúsinu svo ég býst við flugeldasýningu frá honum.

Nýjar fréttir