1.7 C
Selfoss

Unnar nýr þjálfari meistaraflokks Hamars

Vinsælast

Unnar Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla Hamars í knattspyrnu fyrir komandi tímabil. Hann þekkir félagið vel en hann var áður yfirþjálfari yngri flokka Hamars og þjálfaði hann meistaraflokk félagsins sumarið 2021.

Unnar skrifaði undir tveggja ára samning og hefur þegar hafið störf.

„Það er okkur mikið ánægjuefni að fá Unnar til starfa og bindum við miklar vonir við komu hans hingað í Hamar. Það verður virkilega spennandi að sjá hann stýra meistaraflokki karla og þeim fjölmörgu ungu og efnilegu leikmönnum sem hafa verið að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki. Framtíðin er björt og við erum virkilega spennt fyrir framhaldinu,“ segir Eydís Valgarðsdóttir, formaður knattspyrnudeildar Hamars.

Nýjar fréttir