Ragnar Sigurjónsson bréfdúfnabóndi í Brandshúsum í Flóa fræddi gesti sína í Öldungaráðinu á Selfossi um bréfdúfurnar sínar og hæfileika bréfdúfna og flugþol þeirra. Ragnar segir bréfdúfnasportið sérstaklega geðbætandi og hafa góð áhrif á sálarlífið. Fyrst og fremst þegar þú ferð út í kofa til dúfnanna, þar er þá engin önnur truflun. Svo er yndislegt að fljúga um loftin bláog eru þær með mjög gott flugþol. Ragnar hefur sent dúfur sínar á Grímsstaði á Fjöllum og þær voru í þrjá tíma heim að Brandshúsum í Flóa. Ragnar sýndi litadýrð dúfna sinna, bláar, brúnar og hvítar. Hann segir að flott sé í brúðkaupum að sleppa hvítum dúfum. Dúfan er boðberi ástar, friðar og frétta.