-1.1 C
Selfoss

Ronja Lena sigraði Söngkeppni NFSu

Vinsælast

Söngkeppni NFSu fór fram í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi í gærkvöld. Átta keppendur tóku þátt að þessu sinni og var þemað James Bond.

Selfyssingurinn Ronja Lena Hafsteinsdóttir sigraði keppnina.

Hún flutti lagið Me and Bobby McGee með Janis Joplin og bar af að sögn dómara. Mikill metnaður var lagður í atriðið og er augljóst að Ronja á heima á sviðinu. Söngur hennar var kraftmikill og sviðsframkoma frábær.

Ronja var himinlifandi með sigurinn.
Ljósmynd: Dfs.is/EHJ.

Í öðru sæti var Heimir Árni Erlendsson, en hann flutti lagið Folsom Prison Blues eftir Johnny Cash. Björk Friðriksdóttir tók þriðja sætið með lagið Ég sjálf eftir hljómsveitina Írafár. Bæði Heimir og Björk eru úr Landeyjum.

Heimir Árni Erlendsson.
Ljósmynd: Dfs.is/EHJ.
Björk Friðriksdóttir.
Ljósmynd: Dfs.is/EHJ.

Einnig voru veitt verðlaun fyrir skemmtilegasta atriðið. Selfyssingurinn Sigurður Ernir Eiðsson tók þau verðlaun. Hann söng lagið Final Countdown með Europe og tókst að skapa rífandi stemningu í salnum með flutningi sínum.

Sigurður Ernir Eiðsson.
Ljósmynd: Dfs.is/EHJ.

Nóg var um skemmtiatriði á meðan dómarar réðu ráðum sínum. Hljómsveitin Koppafeiti tók lög af nýjustu plötunni sinni, Nú verða sagðar kvöldfréttir, ásamt því að spila undir með keppendum. Sigurvegari keppninnar í fyrra, Gísli Freyr Sigurðsson, söng nokkur lög með hljómsveitinni sinni Slysh og í lokin steig Flóni á svið og tók nokkur vel valin lög.

Nýjar fréttir