-8.7 C
Selfoss

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2025

Vinsælast

FKA kallar eftir tilnefningum fyrir árlega Viðurkenningarhátíð – hafðu áhrif á valið og skilaðu inn tillögum.

FKA Viðurkenningarhátíðin er haldin árlega við hátíðlega athöfn þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar. FKA kallar eftir tilnefningum frá almenningi og atvinnulífinu. Hægt er að tilnefna konur í einum flokki eða öllum til og með 21. nóvember nk.

Hlekkur til að tilnefna.

Það sagði enginn að það ætti að vera auðvelt að vera í dómnefnd

Dómnefnd skipuð sjö aðilum fer yfir allar tilnefningar og verða úrslit kynnt á stórglæsilegri Viðurkenningarhátíð FKA á Grand Hótel Reykjavík 29. janúar 2025. Dómnefnd mun meta og á endanum velja konur sem hljóta FKA þakkarviðurkenningu, FKA viðurkenningu og FKA hvatningarviðurkenningu. Lögð er áhersla á að fá nöfn ólíkra kvenna á lista þar sem mikilvægt er að beina kastaranum að flottum fyrirmyndum og fjölbreyttum hópi kvenna af öllu landinu, með ólíkan bakgrunn og reynslu sem dómnefnd mun vinna með og á endanum velja þær konur sem verða heiðraðar.

FKA heldur áfram að skrifa konur inn í söguna

FKA viðurkenningin var fyrst veitt árið 1999 og síðustu ár hefur framlína í íslensku atvinnulífi og nánir samstarfsfélagar og fjölskyldur viðurkenningarhafar fagnað saman á stórglæsilegri hátíð sem beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu.

Á Viðurkenningahátíðinni eru veittar viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið hvatning og fyrirmyndir:

– FKA Viðurkenning er veitt fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem er eða hefur verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd.

– FKA Hvatningarviðurkenning er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði eða nýjungar.

– FKA Þakkarviðurkenning er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnanda í atvinnulífinu.

Hvaða þrjár konur verða heiðraðar? Hafðu áhrif og sendu inn tilnefningu fyrir FKA-viðurkenninguna, FKA-þakkarviðurkenninguna og FKA-hvatningarviðurkenninguna 2025.

Ásta S. Fjeldsted, Dr. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir og Grace Achieng heiðraðar á FKA viðurkenningarhátíð 2023.
Ljósmynd: Silla Páls.
Hafrún Friðriksdóttir framkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarsviðs Teva hlaut FKA viðurkenninguna 2022 til vinstri með Unni Elvu Arnardóttur hjá Skeljungi sem er formaður FKA.
Ljósmynd: Silla Páls.

Nánari upplýsingar veitir Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA (andrea@fka.is)

 

Vertu hreyfiafl, hafðu áhrif á val á FKA viðurkenningarhöfum.

Kær kveðja – FKA

Nýjar fréttir