-9.7 C
Selfoss

Hrekkjavökuball Lionsklúbbsins Eden

Vinsælast

Þann 31. október síðastliðinn hélt Lionsklúbburinn Eden í Hveragerði hrekkjavökuball fyrir börn og ungmenni.

Þetta ball er okkar stærsta fjáröflun á árinu. Það eru margir í okkar nærumhverfi sem við styrkjum. Til dæmis gefum við öllum börnum á leikskólunum hér í bæ Blæ bangsa þegar þau hefja leikskólagöngu sína, gefum einstæðingum á Dvalarheimilinu Ási jólagjafir, styrkjum sjóðinn góða, bjóðum upp á fríar sykursýkismælingar og margt fleira.

Við viljum sérstaklega þakka Atla Viðari Þorsteinssyni plötusnúð fyrir að halda uppi stuðinu, Hveragerðisbæ fyrir lánið á íþróttahúsinu, dásamlega starfsfólkinu í íþróttahúsinu fyrir aðstoðina við ballið og síðast en ekki síst þökkum við félögum okkar í Lionsklúbbi Hveragerðis fyrir ómetanlega aðstoð.

Ljósmynd: Aðsend.

Á Suðurlandi starfa margir öflugir Lionsklúbbar, allir klúbbarnir taka vel á móti nýjum og áhugasömum félögum. Ef þig vantar upplýsingar um klúbb á þínu svæði þá má hafa samband við mig á netfangið thelmaros81@gmail.com.

Fyrir hönd Lionsklúbbsins Eden Hveragerði,

Thelma Rós Kristinsdóttir.

Nýjar fréttir