-0.5 C
Selfoss

Fræðslustund fyrir eldra fólk og aðstandendur í Sveitarfélaginu Árborg

Vinsælast

Aldurssamsetning þjóðarinnar breytist nú hratt. Eldra fólk lifir lengur en áður og er virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Þjónusta við eldra fólk þarf að þróast í takt við þetta. Sú vegferð er nú hafin undir heitinu Gott að eldast. Stjórnvöld taka þar utan um málefni eldra fólks með nýjum hætti. Grunnhugsunin er sú að eldra fólk sé ekki byrði á samfélaginu heldur hafi það ótvírætt virði. Mikilvægur hlekkur í þessu öllu er að koma saman og fræðast, hittast og eiga gæðastundir. Fimmtudaginn 21. nóvember næstkomandi verður fræðslustund fyrir eldra fólk og aðstandendur þeirra í Grænumörk 5 á Selfossi. Fræðslan verður milli 17-18:30 og dagskráin eftirfarandi:

  • 17:00 Það er pláss- Vitundarvakning Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um félagslega einangrun
  • 17:40 Fræðsla um netglæpi frá Samfélagslöggunni á Suðurlandi
  • 18:20 Kynning á Hreyfirás frá Iðjuþjálfa

Notaleg fræðslustund fyrir eldra fólk og aðstandendur þeirra. Kaffi og kleinur í boði á meðan birgðir endast. Öll velkomin!

Nýjar fréttir